NÁMSKEIÐ

Hreyfiflæði mynd.jpg

HREYFIFLÆÐI (Fysio Flow)

Hreyfiflæði er sérhæft æfingakerfi sem byggt er á vísindalegum grunni (Evidence based medicine) og gefið góða raun. Æfingakerfið hefur sýnt sig að henta vel fyrir einstaklinga með langvinna verki, finna fyrir hræðslu við að hreyfa sig eða finna fyrir kvíða og streitu.

Í Hreyfiflæði er lögð áhersla á að horfa á hreyfingar líkamans sem eina heild frekar en út frá stökum vöðvahóp. Í tímum er markvisst unnið að því að auka hreyfanleika en á sama tíma að hafa áhrif á þá þætti taugakerfisins sem hafa slakandi áhrif á líkamann.

Uppbygging tímanna er þannig að í fyrstu er farið í standandi upphitun þar sem hreyfingar eru mjúkar en taktfastar. Við það hitnar líkaminn og við fáum vöðvakerfi bandvefsins í gang með dúandi hreyfingum. Síðan förum við í virkar, mjúkar, flæðandi hreyfiteygjur sem ná yfir nokkra liði samtímis og í allar áttir. Í lokin er svo góð slökun.

KENNARI

Berghildur Ásdís Stefánsdóttir Sjúkraþjálfari

Berghildur Ásdís Stefánsdóttir
Sjúkraþjálfari

 
 

TÍMAR
Þriðjudagar 15:45–16:30
Fimmtudaga 12:10–13.00

VERÐ
Upplýsingar í síma 511 10 11

Vinsamlegast skráðu þig hér fyrir neðan eða hafðu samband í síma 5 11 10 11.