Hæfi leggur áherslu á einstaklingsmiðaða þjónustu þar sem unnið er markvisst með þær hindranir sem eru til staðar og þannig að bæta færni einstaklingsins.
Okkar styrkur felst ekki síður í þeirri miklu reynslu og þekkingu sem sérfræðingar okkar hafa á sviði þverfaglegrar nálgunar og teymisvinnu en rannsóknir hafa sýnt að þverfagleg nálgun bætir árangur og um leið eykur gæði þjónustunnar einstaklingnum í hag.
Ása Dóra Konráðsdóttir
Framkvæmdastjóri, sjúkraþjálfari
Sími: 511 1011
Netfang: asadora@haefi.is
Ása Dóra útskrifaðist sem sjúkraþjálfari frá Háskóla Íslands árið 1999.
Hún er einnig með meistaragráðu í stjórnun heilbrigðisþjónustu frá árinu 2011 og framhaldsmenntun frá London Business School (SEP) frá árinu 2016.
Hún starfaði sem sjúkraþjálfari á Reykjalundi frá 1999-2008 á taugasviði, geðsviði og atvinnulegri endurhæfingu. Þá hefur hún einnig starfað sem sjálfstætt starfandi sjúkraþjálfari, á HL- stöðinni og sem kennari og verkefnastjóri hópþjálfunar Gigtarfélags Íslands.
Á árunum 2008-2016 starfaði hún sem sérfræðingur og sviðsstjóri starfsendurhæfingarsviðs VIRK og bar þar m.a. ábyrgð á faglegri uppbyggingu og þróun sviðsins.
Hún hefur unnið sem verkmenntunarkennari og stundakennari við Háskóla Íslands í fimm ár og haldið fjöldann allan af fyrirlestrum innanlands sem og erlendis. Þá hefur hún tekið þátt í greinaskrifum, kaflaskrifum og rannsóknum með innlendum og erlendum aðilum á sviði endurhæfingar.
Berghildur Ásdís Stefánsdóttir
Sjúkraþjálfari
Sími: 511 1011
Netfang: berghildur@haefi.is
Berghildur Ásdís útskrifaðist sem sjúkraþjálfari frá Háskóla Íslands árið 1999.
Hún hefur starfað sem sjúkraþjálfari á Reykjalundi frá 1999 á verkjasviði, lungnasviði og við verkmenntun og sinnt stundakennslu í HÍ. Þá hefur hún einnig starfað sem sjálfstætt starfandi sjúkraþjálfari, á HL-stöðinni, sem kennari og verkefnastjóri hópþjálfunar Gigtarfélags Íslands og sérfræðingur hjá VIRK.
Dagbjört Ingvarsdóttir
Sjúkraþjálfari
Sími: 511 1011
Netfang: dagbjort@haefi.is
Dagbjört lauk BSc námi í sjúkraþjálfunarfræðum árið 2018 og MSc í sjúkraþjálfun árið 2020 frá Háskóla Íslands.
Hún hefur starfað í Sjúkraþjálfun Húsavíkur á sumrin frá árinu 2016-2020 og kenndi hóptíma í Heilsuborg veturna 2018-2020. Einnig hefur hún komið að þjálfun yngri flokka bæði í frjálsum íþróttum og knattspyrnu, ásamt því að stunda knattspyrnu sjálf.
Edda Lúthersdóttir
Sjúkraþjálfari
Sími: 511 1011
Netfang: edda@haefi.is
Edda lauk BSc námi í sjúkraþjálfunarfræðum árið 2019 og MSc í sjúkraþjálfun árið 2021 frá Háskóla Íslands.
Edda hefur starfað sem sjúkraþjálfari á taugadeild Landspítalans í Fossvogi árið 2021.
Einnig hefur Edda verið að starfa sem sjúkraþjálfari hjá Fjölni fyrir meistaraflokk karla og kvenna frá árinu 2021. Frá árinu 2017-2019 starfaði hún sem hóptímakennari hjá World Class.
Sif Gylfadóttir
Sjúkraþjálfari
Sími: 511 1011
Netfang: sif@haefi.is
Sif útskrifaðist sem sjúkraþjálfari frá Háskóla Íslands árið 1994 og lauk síðar meistaragráðu í taugasjúkraþjálfun frá University of British Columbia í Kanada í lok árs 2003.
Hún hefur starfað í ríflega 25 ár í þverfaglegu teymi fagfólks á Tauga-og hæfingasviði Reykjalundar, lengst af sem sviðstjóri sjúkraþjálfara.
Sif hefur unnið sem stundakennari við námsbraut í sjúkraþjálfun í HÍ, tekið þátt í verkmenntun nema og leiðbeint meistaranemum í sjúkraþjálfun. Hún hefur verið virk í rannsóknum á vegum Reykjalundar, m.a. í samvinnu við HÍ. Sif hefur haldið fjöldan allan af fyrirlestrum, innanlands sem utan og skrifað vísindagreinar í samvinnu við fagfólk á Íslandi og í Kanada.
Hún hefur sérstaklega sérhæft sig í endurhæfingu einstaklinga með starfrænar hreyfiraskanir, fólks með taugasjúkdóma, vöðvarýrnanir og hvers kyns færniskerðingar.
Elsa Sæný Valgeirsdóttir
Sjúkraþjálfari
Sími: 511 1011
Netfang: elsa@haefi.is
Elsa Sæný útskrifaðist 2012 sem sjúkraþjálfari frá Metropolitan University College í Danmörku. Samhliða námi starfaði hún hjá sjúkraþjálfunarstöðinni Fysisk Form við að aðstoða fólk í tækjasal og hóptímakennslu.
Hún stundar diplómanám við lýðheilsufræði við Háskóla Íslands.
Hún á að baki feril sem leikmaður í meistaraflokki í blaki bæði í úrvalsdeildinni í Danmörku með Holte á árunum 2005-2011 og með ýmsum liðum á Íslandi ásamt því að hafa spilað fyrir íslenska landsliðið.
Hún starfaði hjá Sjúkraþjálfun í Sporthúsinu frá 2012-2018. Hún var aðalþjálfari meistaraflokk HK karla í blaki frá 2012-2016.
Eftir útskrift hefur hún hefur sótt ýmis námskeið í Danmörku á sviði íþróttasjúkraþjálfunar.
Freyja Barkadóttir
Sjúkraþjálfari
Sími: 511 1011
Netfang: freyja@haefi.is
Freyja útskrifaðist sem sjúkraþjálfari frá Háskóla Íslands árið 2016.
Hún starfaði á bæklunardeild Landspítalans frá 2016 - 2020, þar á eftir starfaði hún í Táp sjúkraþjálfun frá 2020 þar til í janúar 2024 þegar hún hóf störf hjá Hæfi.
Freyja tekur að sér almenna sjúkraþjáfun og hefur sérstakan áhuga á að aðstoða fólk með vandamál tengd bæklun (t.d. eftir liðskipti, í endurhæfingu eftir brot og önnur meiðsl). Hún sinnir einnig fólki með mjaðmagrindarverki og ungabörnum með ósamhverfar hálshreyfingar (torticollis).
Freyja hefur sótt ýmis námskeið á vegum fræðslunefndar Félags sjúkraþjálfara. M.a. námskeið um ósamhverju í hálshreyfingum og skekkju í höfuðkúpu ungabarna, námskeið um mjaðmagrind og spjaldliði, axlarnámskeið og námskeið um hálshnykkáverka.
Kristján G. Guðmundsson
Endurhæfingarlæknir
Simi 511 1011
Guðni Arinbjarnar
Bæklunarlæknir
Sími: 511 1011
Guðni Arinbjarnar lauk embættisprófi í læknisfræði frá Háskóla Ísland 1988. Hann lauk sérfræðiprófi í bæklunarskurðlækningum 1995, fékk sérfræðileyfi í Danmörku 1996 og í Noregi 1997.
Starfaði sem yfirlæknir á Sentralsjukhuset í Sogn og Fjordana 1997-1999 og sem bæklunarskurðlæknir á Sjúkrahúsinu á Akureyri 1999-2007. Eftir það eingöngu starfað á eigin stofu.
Hann er nú með skrifstofu í Læknaráði, Kópavogi, skurðstofu í Handlæknastöðinni Glæsibæ í Reykjavík, skurðstofu og læknastofu á Læknastofum Akureyrar og læknastofu í Lyf og heilsu í Reykjanesbæ.
Þá er hann viðurkenndur sjómannalæknir í Noregi og á Íslandi og hefur réttindi til útgáfu alþjóðlegra vottorða til sjófarenda. Einnig viðurkenndur “petroleumslæknir” í Noregi og hefur réttindi til að gefa út læknisvottorð til þeirra sem vinna við olíuvinnslu við Noreg.
Guðni er sjálfstætt (óháður) starfandi matsmaður varanlegs miska og örorku fyrir tryggingafélög, lögmenn og Sjúkratryggingar Íslands
Guðni hefur alla tíð sinnt mikið verkjavandamálum í stoðkerfi, þar með talið hrygg bæði greiningar og deyfingar.
Guðný Björg Björnsdóttir
Sjúkraþjálfari
Sími: 511 1011
Netfang: gudny@haefi.is
Guðný útskrifaðist sem sjúkraþjálfari frá Háskóla Íslands 2005 og lauk meistaragráðu í greiningu og meðferð stoðkerfis (Manual Therapy) frá Curtin tækniháskólanum í Perth, Ástralíu 2008. Guðný hlaut sérfræðiviðurkenningu frá Landlæknisembættinu 2012.
Guðný hefur sótt fjölda námskeiða hér heima og erlendis og sótt ráðstefnur á sviði sjúkraþjálfunar.
Hún starfaði hjá Táp sjúkraþjálfun frá 2005-2007. Að loknu meistaranámi starfaði hún í Englandi í 4 ár, bæði á einkastofu og spítala. Frá 2012-2018 starfaði Guðný hjá Sjúkraþjálfun Íslands í Orkuhúsinu. Hún hefur sinnt verklegri kennslu við HÍ.
Guðný situr í stjórn Félags sjúkraþjálfara og er formaður MT félagsins (Félag sérfræðinga í greiningu og meðferð stoðkerfis).
Guðrún Karlsdóttir
Endurhæfingarlæknir
Sími 511 1011
Guðrún útskrifaðist úr læknadeild Háskóla Íslands árið 1995 og lauk sérfræðinámi í endurhæfingarlækningum árið 2001.
Hún hefur lengst af starfað á endurhæfingardeild LSH á Grensási og á taugasviði Reykjalundar og er nú starfandi á Heilsustofnun NLFÍ í Hveragerði.
Hennar sérsvið eru sjúkdómar og áverkar í taugakerfi.
Gunnar Kr. Guðmundsson
Endurhæfingarlæknir
Sími 511 1011
Hafdís Björg Kjartansdóttir
Sálfræðingur
Sími 511 1011
Netfang: hafdis@haefi.is
Hafdís lauk BA prófi í sálfræði frá Háskóla Íslands árið 1994 og kandídatsprófi frá Háskólanum í Árósum árið 2006. Hafdís hefur einnig lokið tveggja ára framhaldsnámi í Hugrænni atferlismeðferð. Hún er meðlimur í Sálfræðingafélagi Íslands og Félagi sjálfsstætt starfandi sálfræðinga.
Hafdís starfaði sem sálfræðingur við Fræðsluskrifstofu Reykjanesbæjar frá 2006-2011 auk þess sem hún hefur verið sjálfstætt starfandi sálfræðingur frá árinu 2006.
Hún var í stjórn Félags skólasálfræðinga á Íslandi 2007-2011, lengst af sem gjaldkeri en einnig sem formaður. Hún kom einnig að þýðingu og útgáfu bókarinnar „Bætt hugsun – betri líðan“ sem kom út árið 2011, þar sem farið er yfir hvernig nota má Hugræna atferlismeðferð fyrir börn og ungmenni.
Áherslur í starfi eru meðferð við þunglyndi, kvíða, lágu sjálfsmati, félagsvanda, streitu og afleiðingum verkja.
Helga B. Haraldsdóttir
Sálfræðingur
Sími 511-1011
Netfang: helga@haefi.is
Helga sinnir meðferðarvinnu fullorðinna með langvarandi verki, síþreytu, kvíða og þunglyndi. Hún notar mikið PRT (Pain Reprocessing Therapy) í sinni vinnu ásamt ACT (Acceptance and Commitment Therapy).
Helga lauk BA námi frá Háskóla Íslands 1998 og kandídatsnámi frá Árósarháskóla 2002 þar sem hún lagði áherslu á klíníska sálfræði og öldrunarsálfræði.
Helga starfaði lengi við stjórnun í öldrunarþjónustu þar til hún stofnaði sálfræðistofuna Verkjalaus eftir að hafa sjálf náð bata af krónískum verkjum með hjálp PRT (Verkjaendurferlun).
Helga er viðurkenndur meðferðaraðili í Verkjaendurferlun og er sú fyrsta á Íslandi til að mennta sig í þeirri meðferðarleið sem er þróuð af Alan Gordon á Pain Psychology Center. Hún hefur einnig sótt ýmis námskeið s.s. í verkjameðferð hjá Howard Schubiner lækni og í ACT meðferð.
Helgi Valur Pálsson
Íþróttasálfræðiráðgjafi
Sími: 511 1011
Netfang: helgipals@haefi.is
Helgi Valur útskrifaðist með BSc gráðu í sálfræði frá Háskóla Íslands og MSc gráðu í íþróttasálfræði frá háskólanum í Stirling í Skotlandi árið 2018.
Frá útskrift hefur hann kennt íþróttasálfræði við Háskóla Íslands, Háskólann í Reykjavík og Háskólann á Hólum ásamt því að hafa unnið með fjölda íþróttamanna, íþróttaliða, íþróttasambanda og þjálfara úr ýmsum íþróttagreinum með allt sem tengist íþróttasálfræði.
Íþróttasálfræði og þessi andlega hlið þjálfunar er að fá meiri hljómgrunn hér á landi og íþróttafólk farið að átta sig á tækifærunum sem felast í markvissri hugarþjálfun, hvort sem tilgangurinn er að byggja upp andlegan styrk, sjálfstraust, einbeitingu og áhugahvöt eða draga úr spennu, streitu og kvíða.
Ingibjörg Kristín Ferdinandsdóttir
Markþjálfi
Sími: 511 1011
Netfang: ingibjorgferdinands@gmail.com
Ingibjörg útskrifaðist sem kennari frá Kennaraháskóla Íslands árið 2006 og sem menntunarfræðingur (M.Ed) með fjölmenningu sem sérsvið frá Háskóla Íslands árið 2009. Hún hefur starfað hvað lengst við fullorðinsfræðslu n.t.t íslenskukennslu fyrir innflytjendur. Einnig hefur hún kennt talþjálfun í íslensku í fyrirtækjum í Reykjavík, Garðabæ og Hafnarfirði. Ingibjörg sat í stjórn Ísbrúar, félag kennar sem kenna íslensku sem annað mál, í fjögur ár.
Vorið 2019 lærði hún markþjálfun hjá Evolvia og útskrifaðist í faginu um haustið. Frá ársbyrjun 2020 hefur Ingibjörg starfað sem markþjálfi hjá Ljósinu endurhæfingu fyrir krabbameinsgreinda. Hún er auk þess sjálfstætt starfandi markþjálfi og rithöfundur. Hún hefur skrifað núvitundarefni fyrir börn og fullorðna, barnabækur, námsefni og kennsluleiðbeiningar.
Ingibjörg stundar nú framhaldsnám í markþjálfun hjá Evolvia sem lýkur í maí 2021.
Ingólfur Kristjánsson
Endurhæfingarlæknir
Sími: 511 1011
Ingólfur Kristjánsson lauk embættisprófi í læknisfræði frá Háskóla Ísland1986. Hann lauk sérfræðimenntun í heimilislækningum 1993 og endurhæfingarlækningum 2004.
Hann hefur starfað sem læknir á mörgum sviðum læknisfræði bæði á Íslandi og í Svíþjóð á árunum 1985 til dagsins í dag. Þar af hefur hann starfað á öllum meðferðarsviðum Reykjalundar og á Grensási. Þar af sem yfirlæknir á gigtarsviði Reykjalundar frá 2004 – 2019. Hann hefur metið miska í slysamálum og sjúkdómatryggingamálum fyrir Sjúkratryggingar Íslands og Tryggingastofnun Ríkisins.
Hann hefur flutt fyrirlestra fyrir lækna á Íslandi, Svíþjóð og Krít um samsetta og flókna sjúkdóma og forvarnir. Jafnframt hefur hann stundað rannsóknir á fæðuefnisofnæmi, þungmálmum í barnatönnum og vefjagigt hjá konum.
Hann var um árabil formaður fræðslunefndar heimilislækna og hefur jafnframt verið formaður Félags Íslenskra Endurhæfingarlækna
Karólína Ólafsdóttir
Sjúkraþjálfari
Sími: 511 1011
Netfang: karolina@haefi.is
Karólína útskrifaðist með BS í sjúkraþjálfun frá Læknadeild Háskóla Íslands árið 2003 og með mastersgráðu í MT – sjúkraþjálfun (Manipulative Therapy) frá Curtin University og Technology, Perth, Ástralíu 2008.
Karólína varð sérfræðingur í greining og meðferð stoðkerfis MT árið 2018. Einnig hefur hún farið á mörg námskeið tengd stoðkerfinu og vinnuvistfræðum ásamt því að sækja regluleg ráðstefnur á sviði sjúkraþjálfunnar. Árið 2017 hlaut hún Sérfræðiviðurkenningu frá Vinnueftirlitinu í vinnuvernd á sviði hreyfi- og stoðkerfis.
Karólína hóf starfsferlin hjá BATA–sjúkraþjálfun 2003-2007 og var samhliða sjúkraþjálfari meistaraflokks kvk í fótbolta. Eftir námið í Ástralíu vann hún í Singapúr í 2 ár á Changi General Hospital á sérhæfða klínik fyrir hrygg. Einnig var hún þar í klínískri kennslu fyrir sjúkraþjálfara í formi námskeiða, fyrirlestra og handleiðslu í vinnu. Eftir að heim var komið starfaði hún hjá Sjúkraþjálfuninni Sporthúsinu, frá 2010-2017 við hefðbundna sjúkraþjálfun og hefur haldið fyrirlestra á vinnustöðum varðandi líkamsbeitingu og verið í vinnustaðaúttektum. 2018 og 2019 var Karólína kennari framhaldsnáms í stoðkerfisfræðum fyrir sjúkraþjálfara sem var metið til ECTS eininga hjá Háskóla Íslands. Karólína hóf störf í Heilsuborg haustið 2017.
Hún starfar við hefðbundna sjúkraþjálfun, þjálfun einstaklinga með háls- og bakeinkennni, flutning fræðslu-fyrirlestra og verknámskennslu sjúkraþjálfunarnema frá Háskóla Íslands.
Karólína var einn af rannsakendunum sem gaf út greinina: The influence of different sitting posture on head/neck posture and muscle activity. Manual therapy 15 (2010) 54-60. Þessi grein var lokaverkefni námsins í Ástralíu. Þá var hún formaður Félags sérfræðinga í greiningu og meðferð stoðkerfis frá 2011-2013.
Þóra Másdóttir
Talmeinafræðingur
Sími: 511 1011
Netfang: mottaka@haefi.is
Þóra stundaði meistaranám í talmeinafræði við Indiana University, Bloomington, Indiana í Bandaríkjunum útskrifaðist þaðan árið 1990. Ári síðar, eftir að hún flutti til Íslands, fékk hún starfsleyfi sem talmeinafræðingur frá Heilbrigðisráðuneyti. Hún lauk doktorsprófi frá Newcastle University, Newcastle upon Tyne í Bretlandi árið 2008.
Þóra starfaði sem talmeinafræðingur við New England Rehabilitation Hospital í Portland Maine í Bandaríkjunum strax eftir meistaranámið og sem yfirtalmeinafræðingur á Reykjalundi 1991-2000. Jafnframt starfaði hún sem sjálfstætt starfandi talmeinafræðingur hjá Talþjálfun Reykjavíkur frá 1992-2006 og var einn eiganda fyrirtækisins. Eftir doktorsnámið starfaði Þóra á Heyrnar- og talmeinastöð Íslands (2008-2020) og meðfram sem gestakennari við nýstofnaða námsleið meistaranáms í talmeinafræði við læknadeild Háskóla Íslands. Hún var ráðin sem lektor við HÍ 2016 og gegndi hlutverki forstöðumanns námsleiðarinnar 2019-2022.
Þóra hefur sérhæft sig á sviði radderfiðleika, fyrst sem sjálfstætt starfandi og síðar sem starfsmaður Heyrnar- og talmeinastöðvar. Hún kennir m.a. námskeið á meistarastigi í talmeinafræði sem nefnist Rödd og raddveilur. Eftir Þóru liggja fjölmargar greinar sem flestar fjalla um hljóðþróun barna og framburðarerfiðleika. Hún hefur verið leiðandi í þróun framburðar- og málþroskaprófa við Háskóla Íslands. Auk þess er Þóra höfundur tveggja barnabóka, annars vegar Svona stór (2001) og Lubbi finnur málbein (2009) ásamt Eyrúnu Ísfold Gísladóttur.
Kristinn Ólafsson
Sjúkraþjálfari
Sími: 511 1011
Netfang: kristinn@haefi.is
Kristinn útskrifaðist sem sjúkraþjálfari frá Háskóla Íslands árið 2019.
Hann vann sem sjúkraþjálfunarnemi á Landspítala Háskólasjúkrahúsi áður en hann byrjaði hjá Hæfi haustið 2019.
Linda María Birgisdóttir
Móttökufulltrúi
Sími: 511 1011
Netfang: mottaka@haefi.is.
Linda María útskrifaðist með BA próf í íslensku frá Háskóla Íslands árið 2017 og lauk diplóma námi í fjölmiðla- og boðskiptafræðum frá sama skóla árið 2018.
Hún hefur mikla reynslu af sölu- og þjónustustörfum og starfaði m.a. sem verkefnastjóri á þjónustusviði WOW air.
Magnús Ólason
Læknir
Sími: 511 1011
Netfang: olasonmagnus@gmail.com
Magnús er sérfræðingur í endurhæfingarlækningum frá árinu 1984. Hann starfaði eftir það fyrst sem yfirlæknir á endurhæfingardeild Sahlgrenska sjúkrahússins í Gautaborg í eitt ár, en frá árinu 1985 á Reykjalundi. Hann var lengst af yfirlæknir verkjasviðs Reykjalundar, en frá árinu 2011 framkvæmdasjóri lækninga til október 2019.
Magnús hefur starfað í örorkunefnd á vegum Dómsmálaráðuneytisins frá setningu skaðabótalaga árið 1993, en þar áður framkvæmt fjölmörg möt sem dómkvaddur matsmaður fyrir tryggingafélög.
Magnús hefur haldið fjölmarga fyrirlestra um verki og verkjameðferð á ráðstefnum innanlands, en einnig erlendis, síðast á heimsþingi Alþjóða verkjafræðafélagsins (IASP) í Japan 2016. Hann hefur mstundað rannsóknir á árangri þverfaglegrar verkjameðferðar á Reykjalundi og birt fræðigreinar um niðurstöður í erlendum tímaritum og nú síðast í Læknablaðinu í janúar 2020.
Orri Gunnarsson
Sjúkraþjálfari
Sími: 511 1011
Netfang: orri@haefi.is
Orri útskrifaðist sem sjúkraþjálfari frá Háskóla Íslands árið 2019.
Orri vann sem sjúkraþjálfunarnemi á Landspítala Háskólasjúkrahúsi áður en hann hóf störf hjá Hæfi haustið 2019.
Orri hefur mikinn áhuga á íþróttum og spilar hann fótbolta með meistaraflokki Fram.
Fjóla Dröfn Guðmundsdóttir
Sjúkraþjálfari
Sími: 511 1011
Netfang: fjola@haefi.is
Fjóla útskrifaðist sem sjúkraþjálfari frá Háskóla Íslands 2009.
Hún er með meistaragráðu í næringarfræði frá Háskóla Íslands og meistaragráðu í lýðheilsuvísindum frá Háskóla Íslands.
Hún hefur sótt fjölda námskeiða í sjúkraþjálfun og almennri þjálfun.
Fjóla hefur starfað sem sjúkraþjálfari á Landsspítalanum, Stjá sjúkraþjálfun, Ljósinu og Hrafnistu. Hún hefur kennt vatnsleikfimi, hóptíma og þjálfað í tækjasal og starfað sem sjúkraþjálfari með hreyfiseðla hjá Heilsugæslu Höfðuborgarsvæðisins.
Elsa Lára Arnardóttir
Sjúkranuddari
Sími 511 1011
Netfang: sjukranudd4u@gmail.com
Elsa Lára útskrifaðist árið 2000 frá Canadian College of Massage & Hydrotherapy, Newmarket, Kanada. Meðan á námi stóð sérmenntaði Elsa Lára sig í meðgöngu-, fæðinga– og ungbarnanuddi, bandvefsnuddi, liðlosun (joint play), íþróttanuddi og vatnsmeðferð.
Önnur námskeið sem Elsa Lára hefur numið eftir námið: spafræði, Aquatic Massage Therapy/sjúkranudd í vatni, Rebozo. Sótti Doulu nám á Íslandi haustið 2011 undir leiðsögn Penny Simkin.
Heitir og kaldir steinar hafa unnið hug og hjarta Elsu Láru og nam hún þá tækni sumarið 2009 og hefur notað steinana síðan í meðferðum sínum með góðum árangri. Haustið 2011 gaf hún út nuddbókina Nudd fyrir barnið þitt haustið 2011.
Elsa Lára er félagi í Sjúkranuddarafélagi Íslands og hefur verið í stjórn síðan 2002, var meðal annars formaður í 10 ár eða til ársins 2016.
Elsa hefur tarfað á eigin stofu, einnig í Bláa lóninu í 15 ár, verið við afleysingar í NLFÍ Hveragerði og starfar þar hluta úr viku í dag.
Sigurður Jón Sveinsson
Sjúkraþjálfari
Sími: 511 1011
Netfang: sigurdur@haefi.is
Sigurður Jón útskrifaðist sem sjúkraþjálfari frá Háskóla Íslands árið 2019.
Sigurður vann sem sjúkraþjálfunarnemi á Landspítala Háskólasjúkrahúsi áður en hann hóf störf hjá Hæfi haustið 2019.
Þá hefur hann sinnt starfi sjúkraþjálfara hjá Þrótti Vogum fyrir meistaraflokki karla í knattspyrnu 2017-2018, ÍR hjá meistarflokki kvenna í körfubolta 2017-2018 og HK meistaraflokki karla í handbolta 2018-2019.
Sigurður hefur farið á teipinganámskeið í tengslum við íþróttasjúkraþjálfun.
Smári Hrafnsson
Sjúkraþjálfari
Sími: 511 1011
Netfang: smari@haefi.is
Smári útskrifaðist sem sjúkraþjálfari frá Háskóla Íslands árið 2019.
Smári hóf störf hjá hjá Hæfi vorið 2021 en vann þar áður hjá Klínik sjúkraþjálfun frá sumri 2019 fram til vors 2021.
Smári hefur mikinn áhuga á íþróttum og hefur þjálfað körfubolta frá 15 ára aldri. Þar má nefna mörg ár sem yngri flokka þjálfari hjá Fjölni og kom síðast við sem aðstoðarþjálfari meistaraflokks karla í Breiðablik ásamt því að þjálfa unglingaflokk karla tímabilið 2018-2019.
Þórhildur Hrafnsdóttir
Sjúkraþjálfari
Sími: 511 1011
Netfang: thorhildur@haefi.is
Þórhildur útskrifaðist sem sjúkraþjálfari frá Háskóla Íslands árið 2020.
Hún er með BSc í Sjúkraþjálfun 2018 og MSc í Sjúkraþjálfun 2020 frá Háskóla Íslands