NÁMSKEIÐ

bakleikfimi.jpg

BAKLEIKFIMI GRUNNUR OG FRAMHALD

Bakleikfimi er áhrifarík, sannreynd meðferð við verkjum í baki, hálsi eða mjaðmagrind og hafa (af þeim sökum) ekki getað stundað mikla líkamsrækt að undanförnu.  Leikfimin hentar því vel fyrir byrjendur og þá sem eru viðkvæmir fyrir álagi.

Rannsóknir sýna að hreyfing er ein besta meðferðin við langvinnum verkjum (verkjum sem hafa varað lengur en 3 mánuði) og hefur skilað betri árangri en nudd, liðlosun, rafmagnsmeðferð og bylgjur svo eitthvað sé nefnt.

Í tímunum er unnið með líkamsbeitingu, jafnvægi, styrk og stöðugleika.

Bakleikfimi er byggð þannig upp að byrjað er með góðri upphitun og standandi æfingum fyrir jafnvægi, líkamsvitund og styrk.  Þá eru gerðar æfingar á dýnu þar sem áherslan er á að styrkja vöðva í baki, hálsi, öxlum og mjaðmagrind.  Í lokin  er endað með góðum vöðvateygjum og slökun.

Í bakleikfimi - grunnur, er farið rólegar í æfingarnar og minna verið að flakka á milli þess að fara upp og niður af gólfinu. Þeir tímar henta því vel sem eiga erfitt með að fara upp og niður af gólfi (en geta það samt). Einnig gætu þessir tímar hentað betur fyrir þá sem eru auðertanlegri og þurfa að fara rólegar af stað. 

Í bakleikfimi - framhald, er farið aðeins hraðar yfir. Meira flakkað á milli standandi og liggjandi stöðu og hægt er að útfæra æfingarnar þannig að þær taki vel á. Þessir tímar geta hentað vel fyrir þá sem eru að stefna á ræktina seinna en vilja undirbúning eða þá sem vilja fá góðar æfingar að teknu tilliti til bakverkja. Ekki er nauðsynlegt að taka bakleikfimi, grunn áður. 

Einnig er hægt að blanda saman og mæta 2x í viku. 

Hóparnir okkar eru fámennir þannig að hver og einn einstaklingur fær góða aðstoð, leiðréttingar eftir þörfum og persónulega fræðslu. 

KENNARI

Freyja Barkardóttir sjúkraþjálfari

 

TÍMAR
Bakleikfimi grunnur: þriðjudagar kl 14:50 - 15:35 Nýtt - hefst 3. september 2024

Bakleikfimi framhald: fimmtudagar kl 15:00 - 15:45  

VERÐ
Nánari upplýsingar í síma 511-1011