Samstarf við Fjölni
FJÖLBREYTT ÞJÓNUSTA VIÐ ÍÞRÓTTAFÓLK FJÖLNIS
Hæfi er í samstarfi við íþróttafélagið Fjölni og setur mikinn metnað í að veita íþróttafólki Fjölnis öfluga þjónustu og greitt aðgengi að reynslumiklu fagfólki sínu á sviði heilsueflingar og endurhæfingar. Má þar nefna sjúkraþjálfara, lækna, sálfræðinga, íþróttasálfræðinga, næringarfræðinga og markþjálfa.
Lögð er áhersla á samvinnu og samtal mismunandi faghópa innan Hæfi í samkomulagi við þjálfara Fjölnis með það að markmiði að hámarka gæði og árangur þjónustunnar íþróttamanninum í hag.
Þáttur forvarna og fræðslu er ekki síður mikilvægur, fagfólk Hæfi býður einnig uppá fjölbreytt námskeið og fyrirlestra eftir óskum íþróttafólks og stjórnenda Fjölnis.
ÞJÓNUSTA LÆKNA
Hæfi tryggir íþróttafólki Fjölnis greitt aðgengi að læknum stöðvarinnar. Læknar hjá Hæfi hafa sérþekkingu á sviði stoðkerfisins þ.e. endurhæfingarlæknar og bæklunarlæknar. Einstaklingar sem slasast á æfingum eða í keppni geta pantað tíma hjá lækni stöðvarinnar og fengið þar greiningu og mat á sínum meiðslum sem og ráðleggingar um framhaldið. Einnig er hægt er að leita til lækna Hæfi vegna beiðna í sjúkraþjálfun, vottorða s.s. áverkavottorða, veikindavottorða ofl.
ÞJÓNUSTA SJÚKRAÞJÁLFARA
Íþróttafólk Fjölnis fær greiðan aðgang að sjúkraþjálfurum stöðvarinnar og er markmiðið m.a. að geta brugðist samdægurs við meiðslum íþróttafólks. Um er að ræða viðbrögð við meiðslum, greiningu og meðhöndlun þeirra. Einnig vegna greiningar og meðferðar á stoðkerfismeinum almennt. Sjúkraþjálfarar Hæfi útbúa endurhæfingaráætlun í samvinnu við þjálfara og íþróttamanninn sem um ræðir ef um langvarandi meiðsl er að ræða.
ÞJÓNUSTA SÁLFRÆÐINGA
Sálfræðingar hafa umfram marga sérfræðinga þekkingu til að greina, hvetja og vinna úr hindrunum, tapi, árangurs markmiðum og sigrum. Sálfræðingar geta hjálpað íþróttafólki að vinna úr kvíða, sjálfsóöryggi og kenna þeim markmiðssetningu.
ÞJÓNUSTA ÍÞRÓTTASÁLFRÆÐIRÁÐGJAFA
Íþróttasálfræði og andleg hlið þjálfunar snýst um markvissa hugarþjálfun, hvort sem tilgangurinn er að byggja upp andlegan styrk, sjálfstraust, einbeitingu og áhugahvöt eða draga úr spennu, streitu og kvíða.
ÞJÓNUSTA NÆRINGARFRÆÐINGA
Rétt mataræði og næring íþróttafólks skiptir miklu máli uppá árangur. Næringarfræðingar geta hjálpað íþróttafólki að greina hvaða þættir skipta meginmáli og hvernig er hægt að nýta sér mataræði til að auka getu, orku, flýta fyrir endurheimt og bata eftir
erfiðar æfingar.
ÞJÓNUSTA MARKÞJÁLFA
Markþjálfun er viðurkennd og árangursrík aðferðafræði sem nýtur vaxandi vinsælda um allan heim. Ástæðan en einfaldlega sú að markþjálfun skilar árangri, er framúrskarandi tæki til þess að ná markmiðum, breyta hegðun eða einfaldlega að hugsa lífið upp á nýtt.